Hætt við mótshald í Barein 10. júní 2011 13:47 Barein búar hafa tekið vel á móti Formúlu 1 köppum og Sebastian Vettel er hér á mótssvæðinu í fyrra. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira