Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða 27. júní 2011 13:23 Starfsmenn Red Bull eftir að hafa náð fyrsta og öðru sæti í mótinu í Valencia í gær. Mynd: Getty Images/Clive Rose/Red Bull Racing Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira