Vettel kom fyrstur í mark Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2011 13:59 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Formúla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Vettel byrjaði fremstur á ráspól og hafði mikla yfirburði í keppninni. Þetta er hans sjötti sigur á tímabilinu og er hann nú með 77 stiga forystu á þá Jenson Button og Mark Webber í stigakeppninni. Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni í dag og liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, þriðji. Lewis Hamilton, McLaren, varð fjórði og Felipe Massa hjá Ferrari fimmti. Spánverjinn Jaime Alguersuari náði frábærum árangri fyrir Toro Rosso í dag en hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa verið átjándi á ráspólnum. En maður dagsins er Vettel sem hefur aldrei orðið neðar en í öðru sæti í þeim átta mótum sem er lokið af keppnistímabilinu. Hann er aðeins fjórtán stigum frá því að vera með fullt hús stiga.
Formúla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira