Stefán Logi Magnússon og Björn Bergmann Sigurðarson léku báðir allan leikinn þegar að lið þeirra, Lilleström, tapaði fyrir Álasundi á útivelli, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Kjell Rune Sellin skoraði eina mark leiksins á 45. mínútu en Álasund er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn með 23 stig, jafn mörg og topplið Molde.
Lilleström er í áttunda sætinu með sextán stig. Stefán Gíslason gat ekki spilað með liðinu í dag vegna meiðsla.
Álasund lagði Lilleström
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
