Ragnar Gíslason, þjálfari HK, nældi í sitt fyrsta stig með HK í kvöld í sínum fyrsta leik með liðið í deildinni. HK er með tvö stig í 1. deildinni eftir 1-1 jafntefli gegn ÍR í Kópavogi.
Það var Brynjar Benediktsson sem kom ÍR yfir á 27. mínútu en Fannar Freyr Gíslason jafnaði leikinn fyrir HK sjö mínútum fyrir leikslok.
Jákvæð byrjun hjá Ragnari en það er mikið verk eftir óunnið ef HK ætlar að bjarga sér frá falli.

