Hjörtur Júlíus Hjartarson fór á kostum með Skagamönnum í kvöld og skoraði þrjú mörk í 6-0 sigri ÍA á Fjölni. Haukar og Selfoss unnu einnig sína leiki.
Hjörtur hefur verið sjóðheitur í sumar og hefur markaskorun hans skyggt á Gary Martin sem átti að vera þeirra aðalmarkaskorari í sumar.
Haukar unnu síðan sterkan sigur á Leikni en lítið gengur hjá Breiðhyltingum þessa dagana.
Selfoss vann síðan sterkan sigur á Víkingi Ólafsvík þar sem enginn Íslendingur komst á blað.
Úrslitin:
ÍA-Fjölnir 6-0
1-0 Hjörtur Hjartarson 3, Gary Martin 2, Mark Doninger.
Leiknir-Haukar 1-2
Pape Mamadou Faye - Ísak Örn Þórðarson, Hilmar Trausti Arnarsson.
Selfoss-Víkingur Ó. 3-1
Babaca Sarr, Endre Ove Brenne, Ibrahima Ndiyate - Edin Beslija.
Upplýsingar um markaskorara fengnir frá fótbolti.net.
1. deild karla: Hjörtur með þrennu í stórsigri ÍA
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
