Alonso: Mikilvægt að komast á verðlaunapallinn 23. júní 2011 17:03 Fernando Alonso á fundi með fréttamönnum Í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Alonso skrifaði undir samning við Ferrari í Valencia á sínum tíma og hann ók í fyrsta skipti með liðinu á sérstökum Ferrari degi á braut í grennd við borgina. Þá hafði hann áður tekið sprett í Valencia borginni með McLaren árið 2007 og ók hann með liði frá Valencia í annarri mótaröð eitt sinn að eigin sögn. Hann hefur því ýmsar minningar frá borginni. En Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Formúlu 1 mótinu í Valencia, en besti árangur hans er sjötta sæti árið 2009. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi í Valencia í dag hvort hann ætti inni góðan árangur á brautinni. „Nei. Vitanlega verður maður að vera samkeppnisfær og lánsamur þegar öryggisbíllinn kemur út. Maður þarf að vera á réttum stað á réttum tíma", sagði Alonso og sagði að sama staða hefði verið í síðustu keppni sem var í Kanada. Varð að stöðva keppnina vegna mikillar rigningar um tíma. Alonso telur sig hafa verið óheppinn í fyrra í Valencia í tengslum við útkomu öryggisbílsins í mótinu, en óhpp eru algeng á götubrautum sem krefst útkomu öryggisbílsins. „Vonandi getum við verið samkeppnisfærir í ár. Það er mikilvægast af öllu og það er mikilvægt fyrir okkur að komast á verðlaunapallinn hérna í Valencia. Mig líka. Vonandi getum við skemmt áhorfendum á sunnudag", sagði Alonso og gat þess að mótshaldarar og fleiri hefðu lagt áherslu á að fá fleiri áhorfendur á mótið þess mótshelgina en áður. Alonso var spurður af því á fréttamannafundinum hvort hann ætti möguleika á sigri. „Það er erfitt að vinna mót í augnablikinu. Það er ekki nokkur vafi á því að við áttum möguleika á sigri í Mónakó og Kanada. Það er staðreynd. Ekki draumsýn. Við vorum mjög nálægt sigri", sagði Alonso sem var annar á ráslínu í Kanada, en féll úr leik eftir samstuð við Jenson Button, sem vann mótið. „Við vorum 10 sentimetrum frá því að vinna í Mónakó, náðum öðru sæti, þannig að í tveimur síðustu mótunum hefur gengið vel. Við virðumst samkeppnisfærari. Eiginleikar Valencia brautarinnar eru svipaðir og í Kanada og Mónakó, þannig að kannski er annað tækfæri hérna, en því má ekki gleyma að stundum erum við sekúndu á eftir í tímatökum og ef svo er þá er erfitt að sigra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Alonso skrifaði undir samning við Ferrari í Valencia á sínum tíma og hann ók í fyrsta skipti með liðinu á sérstökum Ferrari degi á braut í grennd við borgina. Þá hafði hann áður tekið sprett í Valencia borginni með McLaren árið 2007 og ók hann með liði frá Valencia í annarri mótaröð eitt sinn að eigin sögn. Hann hefur því ýmsar minningar frá borginni. En Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Formúlu 1 mótinu í Valencia, en besti árangur hans er sjötta sæti árið 2009. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi í Valencia í dag hvort hann ætti inni góðan árangur á brautinni. „Nei. Vitanlega verður maður að vera samkeppnisfær og lánsamur þegar öryggisbíllinn kemur út. Maður þarf að vera á réttum stað á réttum tíma", sagði Alonso og sagði að sama staða hefði verið í síðustu keppni sem var í Kanada. Varð að stöðva keppnina vegna mikillar rigningar um tíma. Alonso telur sig hafa verið óheppinn í fyrra í Valencia í tengslum við útkomu öryggisbílsins í mótinu, en óhpp eru algeng á götubrautum sem krefst útkomu öryggisbílsins. „Vonandi getum við verið samkeppnisfærir í ár. Það er mikilvægast af öllu og það er mikilvægt fyrir okkur að komast á verðlaunapallinn hérna í Valencia. Mig líka. Vonandi getum við skemmt áhorfendum á sunnudag", sagði Alonso og gat þess að mótshaldarar og fleiri hefðu lagt áherslu á að fá fleiri áhorfendur á mótið þess mótshelgina en áður. Alonso var spurður af því á fréttamannafundinum hvort hann ætti möguleika á sigri. „Það er erfitt að vinna mót í augnablikinu. Það er ekki nokkur vafi á því að við áttum möguleika á sigri í Mónakó og Kanada. Það er staðreynd. Ekki draumsýn. Við vorum mjög nálægt sigri", sagði Alonso sem var annar á ráslínu í Kanada, en féll úr leik eftir samstuð við Jenson Button, sem vann mótið. „Við vorum 10 sentimetrum frá því að vinna í Mónakó, náðum öðru sæti, þannig að í tveimur síðustu mótunum hefur gengið vel. Við virðumst samkeppnisfærari. Eiginleikar Valencia brautarinnar eru svipaðir og í Kanada og Mónakó, þannig að kannski er annað tækfæri hérna, en því má ekki gleyma að stundum erum við sekúndu á eftir í tímatökum og ef svo er þá er erfitt að sigra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira