Enski boltinn

Kemur ekki til greina að kaupa Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City.
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Marco Branca, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, segir að launakröfur Carlos Tevez séu það miklar að það komi ekki til greina að kaupa hann frá Manchester City.

„Markaðurinn er galinn þessa stundina og mjög erfitt að vera samkeppnishæfur," sagði hann í samtali við enska fjömiðla en Tevez hefur verið sterklega oraðaður við Inter að undanförnu.

„Hann er frábær leikmaður en það kemur ekki til greina fyrir okkur að kaupa hann. Við þurfum að koma skipulagi á okkar fjárhag fyrir nýju reglurnar sem koma eftir tvö ár," bætti hann við en frá og með þarnæsta tímabili verða öll knattspyrnufélög í Evrópu að vera með bókhaldið í lagi til að fá keppnisleyfi í alþjóðlegum keppnum á vegum UEFA.

„Við höfum ekki sömu tekjur af sölu miða og varnings og ensku félögin. Við viljum því fá unga og efnilega leikmenn sem við getum gert að góðum leikmönnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×