Íslensku feðgarnir Raj og Rafn Kumar Bonifacius voru sigursælir á tennismóti í Kaliforníu um helgina. Feðgarnir lentu í öðru sæti í tvíliðaleik feðga auk þess sem Raj sigraði í flokki öðlinga 40 ára og eldri.
Mótið var á vegum bandaríska tennissambandsins og fór fram í La Jolla í San Diego. Feðgarnir unnu andstæðinga sína nokkuð örugglega þar til í úrslitum er þeir biðu lægri hlut 3-6 og 4-6. Á leið sinni í úrslitaleikinn slógu þeir meðal annars út Schiller feðga sem urðu í 3. sæti á bandaríska meistaramótinu.
Raj stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik í flokki öðlinga 40 ára og eldri. Hann lagði Ástralann Paul Tracey í úrslitum 6-4 og 6-4.
Rafn Kumar heldur nú til Klosters í Sviss þar sem hann keppir á Evrópumóti unglinga 18 ára og yngri. Keppni á mótinu hefst 18. júlí.
Bonifaciusfeðgar sigursælir í Kaliforníu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
