ÍBV er úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 tap gegn Saint Patrick´s í Írlandi í kvöld. 1-0 sigur ÍBV á Vodafonevellinum dugði ekki til.
Daly kom Saint Patricks yfir á 24. mínútu og Doyle skoraði annað mark á 36. mínútu.
Eitt mark hefði dugað ÍBV til þess að komast yfir en það kom ekki þrátt fyrir ágæta tilburði Eyjamanna sem sóttu eins og þeir gátu.
