Sport

Ricky Hatton leggur hanskana á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hatton á góðri stundu
Hatton á góðri stundu Nordic Photos/AFP
Ricky Hatton, fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í hnefaleikum hefur lagt hanskana á hilluna. Hatton hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Manny Pacquiao í baráttu um heimsmeistaratitilinn í léttveltuvigt í Las Vegas árið 2009.

Englendingurinn tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Hann háði 47 bardaga í hnefaleikahringnum á ferlinum og tapaði aðeins tveimur. Öðrum gegn Pacquiao og hins vegar gegn Floyd Mayweather Jr. árið 2007.

Hatton hefur verið orðaður við ýmsa stóra bardaga og meðal annars var talið að hann hyggði á hefndir gegn Mayweather Jr. Nú er ljóst að 14 ára keppnisferli hans er lokið. Hatton missti keppnisleyfi sitt í hnefaleikum árið 2010 eftir ásakanir um notkun á kókaín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×