Williams liðið samdi við Renault um samstarf 2012 og 2013 4. júlí 2011 17:27 Jacques Villeneuve, Rubens Barrichello, Nigel Mansell, Pastor Maldonado og Bernard Rey ásamt Frank Williams á kynnningu Williams og Renault á samstarfi aðilanna. Andrew Ferraro/LAT Photographic Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone. Williams og Renault sömdu um samstarf til tveggja ára, 2012 og 2013 en líkur eru leiddar að áframhaldandi samstarfi 2014 í fréttatilkynningu Williams liðsins um málið, þegar V6 vélar verða notaðar. Frá árinu 1989 til 1997 vann Williams fjóra meistaratitila ökumanna og fjóra titla bílasmiða með Renault vélar um borð í bílum sínum. Meðal ökumanna á þessum tíma voru Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jaques Villeneuve. „Við erum hæstánægðir með nýtt samstarf við Renault. Þetta sameinar liðið með leiðandi bílaframleiðanda og styður nýtt samstarf okkar við Jaguar. Á sama tíma erum við þakklátir Cosworth, sem hafa verið sanngjarnir og áreiðanlegir samstarfsaðilar, innan og utan brautar síðustu tvö ár", sagði Frank Williams og gat þess að eitthvað samstarf yrði við Cosworth á öðrum sviðum hjá Williams. „Fyrri samskipti okkar við Renault voru meðal þeirra farsælustu í sögu Williams, en við dveljum ekki mikið við söguna. Við höfum til framtíðar og endurbyggjum orðstír okkar á brautinni", sagði Williams. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone. Williams og Renault sömdu um samstarf til tveggja ára, 2012 og 2013 en líkur eru leiddar að áframhaldandi samstarfi 2014 í fréttatilkynningu Williams liðsins um málið, þegar V6 vélar verða notaðar. Frá árinu 1989 til 1997 vann Williams fjóra meistaratitila ökumanna og fjóra titla bílasmiða með Renault vélar um borð í bílum sínum. Meðal ökumanna á þessum tíma voru Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jaques Villeneuve. „Við erum hæstánægðir með nýtt samstarf við Renault. Þetta sameinar liðið með leiðandi bílaframleiðanda og styður nýtt samstarf okkar við Jaguar. Á sama tíma erum við þakklátir Cosworth, sem hafa verið sanngjarnir og áreiðanlegir samstarfsaðilar, innan og utan brautar síðustu tvö ár", sagði Frank Williams og gat þess að eitthvað samstarf yrði við Cosworth á öðrum sviðum hjá Williams. „Fyrri samskipti okkar við Renault voru meðal þeirra farsælustu í sögu Williams, en við dveljum ekki mikið við söguna. Við höfum til framtíðar og endurbyggjum orðstír okkar á brautinni", sagði Williams.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira