Vettel stefnir á toppárangur á Silverstone 4. júlí 2011 15:36 Mark Webber og Sebastian Vettel eru góðum málum í stigakeppi ökumanna. Vettel er í fyrsta sæti og Webber þriðji. AP mynd: Alberto Saiz Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamótinu á næstu menn, sem eru Jenson Button hjá McLaren og Mark Webber hjá Red Bull. „Breski kappaksturinn er augljóslega einn af hápunktum keppnistímabilsins og Silverstone er sérlega virt braut. Það hefur verið lögð mikil vinna í svæðið síðasta árið og nýtt þjónustusvæði lítur vel út", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. „Brautin hentar okkar bíl eins og hefur sannast síðustu ár, en það kemur í ljós hvort það sama verður upp á teningnum í ár. Ég stefni á toppárangur fyrir alla þá sem starfa í Milton Keynes, í næsta nágrenni", sagði Vettel, en höfuðstöðvar Red Bull liðsins eru í þeim bæ, sem er í 30 km fjarlægð frá brautinni að sögn Webber, liðsfélaga Vettel. „Silverstone brautin er ein af uppáhaldsbratum mínum. Breskir áhorfendur eru sérstakir og styðja sitt fólk og eru mjög upplýsir um íþróttina og sanngjarnir þegar þeir meta frammistöðu og árangur" sagði Webber. „Það er búið að færa rás og endmarkskaflann og við sjáum hvaða áhrif það hefur. Hinar öfgakenndu blöndur af beygjum á brautinni eru ánægjugefandi fyrir ökumenn. Það eru hraðar beygjur og við verðum að bregðast við erfiðum aðstæðum hvað veður varðar. Copse, Maggots og Becketts og Chapel eru fjórar af bestu beygjunum í Formúlu 1", sagði Webber. Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamótinu á næstu menn, sem eru Jenson Button hjá McLaren og Mark Webber hjá Red Bull. „Breski kappaksturinn er augljóslega einn af hápunktum keppnistímabilsins og Silverstone er sérlega virt braut. Það hefur verið lögð mikil vinna í svæðið síðasta árið og nýtt þjónustusvæði lítur vel út", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. „Brautin hentar okkar bíl eins og hefur sannast síðustu ár, en það kemur í ljós hvort það sama verður upp á teningnum í ár. Ég stefni á toppárangur fyrir alla þá sem starfa í Milton Keynes, í næsta nágrenni", sagði Vettel, en höfuðstöðvar Red Bull liðsins eru í þeim bæ, sem er í 30 km fjarlægð frá brautinni að sögn Webber, liðsfélaga Vettel. „Silverstone brautin er ein af uppáhaldsbratum mínum. Breskir áhorfendur eru sérstakir og styðja sitt fólk og eru mjög upplýsir um íþróttina og sanngjarnir þegar þeir meta frammistöðu og árangur" sagði Webber. „Það er búið að færa rás og endmarkskaflann og við sjáum hvaða áhrif það hefur. Hinar öfgakenndu blöndur af beygjum á brautinni eru ánægjugefandi fyrir ökumenn. Það eru hraðar beygjur og við verðum að bregðast við erfiðum aðstæðum hvað veður varðar. Copse, Maggots og Becketts og Chapel eru fjórar af bestu beygjunum í Formúlu 1", sagði Webber.
Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira