KR-ingar sækja BÍ/Bolungarvík heim í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu. Feðgarnir Guðjón Þórðarson þjálfari Vestfirðinga og Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga munu því mætast. Í hinni viðureigninni tekur Þór á móti ÍBV.
BÍ/Bolungarvík - KR
Þór - ÍBV
Leikirnir fara fram 28. júlí.
BÍ/Bolungarvík hefur aldrei náð svona langt í keppninni. Liðið hefur meðal annars lagt Íslandsmeistara Breiðabliks á leið sinni í undanúrslitin. KR er sigursælasta félagið í sögu bikarkeppninnar karlamegin. Liðið hefur staðið uppi sem sigurvegari 11 sinnum, síðast árið 2008. Liðið beið lægri hlut í úrslitum í fyrra gegn FH 4-0.
Þórsarar hafa fimm sinnum áður komist í undanúrslit keppninnar en aldrei komist alla leið í úrslitin. ÍBV hefur sigrað fjórum sinnum í bikarnum, síðast árið 1998 þegar liðið lagði Leiftur 2-0.
