Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko vann sigur á Bretanum David Haye í kvöld er þeir mættust í þungarvigtarbardaga í Hamburg. Haye hefur rifið stólpakjaft við Klitschko-bræðurna í nokkur ár en tókst ekki að standa við stóru orðin í kvöld þó svo hann hefði byrjað bardagann vel.
Það var mikil dramatík í aðdraganda bardagans. David Haye lét bíða heillengi eftir sér. Áhorfendur í Hamborg launuðu honum það með því að baula hraustlega er hann kom loksins í salinn í nýum varabúning enska knattspyrnulandsliðsins.
David Haye var mun sprækari framan af á meðan Klitschko virtist vera með hægri höndina í fatla. Hann hreinlega neitaði að nota hana.
Hinn agaði Klitschko kom þó inn í bardagann af afli í fimmtu lotu. Eftir því sem Haye þreyttist fór Klitschko að sækja meira og taka frumkvæðið í bardaganum.
Síðustu loturnar voru mjög jafnar en Klitschko þó alltaf aðeins beittari. Enda fór svo að allir dómararnir dæmdu Klitschko sigur.
Klitschko þaggaði niður í Haye
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

