Fjölmiðlastríðið er búið og nú þarf að láta hendurnar tala. David Haye og Wladimir Klitschko mætast í þungavigtarbardaga í kvöld þar sem þrjú heimsmeistarabelti eru í boði.
Haye hefur beðið í mörg ár eftir því að berjast við annan hvorn Klitschko-bróðurinn og hann getur ekki beðið eftir því að hefja bardagann.
"Ég er í stuði til að slátra. Það verður erfitt að halda aftur af sér enda er ég búinn að bíða svo lengi eftir að lemja Wladimir," sagði Haye.
"Ég hef aðeins haft áhuga á Wladimir af einni ástæðu. Ég vil lemja hann og eyðileggja ferilinn hans. Ég ætla að yfirgefa húsið í kvöld með hausinn hans, beltin og bardaga gegn bróður hans í farteskinu."
Bardaginn fer fram á fínum tíma í kvöld og hefst útsending klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport.
Þess má síðan geta að Haye mun frumsýna nýjan varabúning enska knattspyrnulandsliðsins er hann gengur inn í hringinn í kvöld.
Haye ætlar að ganga frá Klitschko
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti


„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn


United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

