Einar Daði Lárusson frjálsíþróttakappi úr ÍR er í 15. sæti í tugþraut á Evrópumeistaramótinu fyrir 23 ára og yngri í Ostrava í Tékklandi. Átta greinum er lokið en Einar Daði á eftir að keppa í spjótkasti og 1500 metra hlaupi.
Einar Daði hljóp 110 metrana á 14,82 sekúndum sem er hans besti tími í þraut. Hann kastaði kringlunni 36,12 metra sem er aðeins lakara en hann á best í þrautt. Þá stökk hann 4,90 metra í stangarstökki sem er hans besti árangur. Fyrir hlaupið halut Einar Daði 871, fyrir kringukastið 586 stig og fyrir stangarstökkið 880 stig.
Einar Daði er í 15. sæti með 6243 stig. Efstur er heimamaðurinn Sebastian Adam Helcelet 7163 stig.
