Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna 11. júlí 2011 16:34 Fernando Alonso bendir á stýrið með Ferrari merkinu eftir sigurinn á Silverstone í gær. AP mynd: Tom Hevezi Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Ferrari mætti með endurbættan bíl sem virkaði vel á brautinni og Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en hann var fimmti fyrir mótið. Vettel er með 80 stiga forskot á Mark Webber, liðfélaga sinn hjá Red Bull og Alonso er 12 stigum á eftir Webber. „Við sáum að frammistaða bíls okkar var góð við allar aðstæður, á öllum útgáfum dekkja, jafnvel á laugardag, þannig að ég er ánægður með það. En eins og áður, þá verðum við að ná árangri mót frá móti. Kannski verða hlutirnir öðruvísi í næsta móti", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso talaði um það á fréttamannafundi eftir keppnina að hann teldi að best væri að einbeita sér að hverju móti og reyna hámarka árangur liðsins í hverri keppni, en Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í keppni bílasmiða. „Við þurfum að horfa framávið og gæta þess að við höfum styrkleika fyrir næsta hluta tímabilsins og munum reyna að berjast án þess að skoða stigastöðuna. Hámarka árangurinn og sjá hvar við stöndum eftir sjö mót", sagði Domenicali. Næsta mót er í Þýskalandi og Ferari mætir væntanlega með einhverjar endurbætur í þá keppni að sögn Domenicali. Felipe Massa, hinn ökumaður Ferrari náði fimmta sæti í keppninni á Silverstone í gær, eftir harðan slag við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum. Staðan í stigamótinu Ökumenn 1. Vettel 204 2. Webber 124 3. Alonso 112 4. Hamilton 109 5. Button 109 Bílasmiðir 1. Red Bull 328 2. McLaren 218 3. Ferrari 164 Formúla Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Ferrari mætti með endurbættan bíl sem virkaði vel á brautinni og Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en hann var fimmti fyrir mótið. Vettel er með 80 stiga forskot á Mark Webber, liðfélaga sinn hjá Red Bull og Alonso er 12 stigum á eftir Webber. „Við sáum að frammistaða bíls okkar var góð við allar aðstæður, á öllum útgáfum dekkja, jafnvel á laugardag, þannig að ég er ánægður með það. En eins og áður, þá verðum við að ná árangri mót frá móti. Kannski verða hlutirnir öðruvísi í næsta móti", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso talaði um það á fréttamannafundi eftir keppnina að hann teldi að best væri að einbeita sér að hverju móti og reyna hámarka árangur liðsins í hverri keppni, en Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í keppni bílasmiða. „Við þurfum að horfa framávið og gæta þess að við höfum styrkleika fyrir næsta hluta tímabilsins og munum reyna að berjast án þess að skoða stigastöðuna. Hámarka árangurinn og sjá hvar við stöndum eftir sjö mót", sagði Domenicali. Næsta mót er í Þýskalandi og Ferari mætir væntanlega með einhverjar endurbætur í þá keppni að sögn Domenicali. Felipe Massa, hinn ökumaður Ferrari náði fimmta sæti í keppninni á Silverstone í gær, eftir harðan slag við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum. Staðan í stigamótinu Ökumenn 1. Vettel 204 2. Webber 124 3. Alonso 112 4. Hamilton 109 5. Button 109 Bílasmiðir 1. Red Bull 328 2. McLaren 218 3. Ferrari 164
Formúla Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira