Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma 11. júlí 2011 11:14 Lewis Hamilton hjá McLaren varð fjórði á Silverstone brautinni í gær. AP mynd: Tom Hevezi Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira