„Ég hefði getað skorað fleiri mörk í kvöld en maður getur ekki verið ósáttur með fyrstu þrennuna í úrvalsdeild,“ sagði Guðjón Baldvinsson, markaskorari KR, eftir leikinn í kvöld.
„Eitt mark frá þeim í byrjun seinni hálfleiks hefði opnað leikinn en við héldum vörninni þéttri og lékum vel allan tíman. Við getum ekki verið ásáttir með 3-0 sigur á erfiðum útivelli gegn góðu Fylkisliði".
„Það eru algjör forréttindi að fá að spila í svona góðum leikmönnun og að vera í þessu KR liði er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Við erum með frábæra breytt og getum róterað liðinu mikið, þetta er bara frábært lið í alla staði,“ sagði Guðjón Baldvinsson.

