Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari 10. júlí 2011 18:51 Fernando Alonso fagnar sigrinum á Silverstone í dag með liðsfélögum sínum hjá Ferrari. AP mynd: Tom Hevezi Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira