Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari 10. júlí 2011 18:51 Fernando Alonso fagnar sigrinum á Silverstone í dag með liðsfélögum sínum hjá Ferrari. AP mynd: Tom Hevezi Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira