Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli 10. júlí 2011 10:11 Paul di Resta og Lewis Hamilton ræða málin á fréttamannafundi á Silverstone brautinni. AP mynd: Tom Hevezi Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00. Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00.
Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira