Mamma Kristínar heimsmeistara: Orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2011 09:00 Kristín Krisúla Tsoukala, til vinstri, hendir þjálfara sínum út í laugina í fagnaðarlátunumn. Mynd/Nordic Photos/Getty Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum. Innlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum.
Innlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira