Forráðamenn þýska fótboltaliðsins Werder Bremen hafa bannað leikmönnum liðsins að fá sér húðflúr á meðan keppnistímabilið stendur yfir. Að mati félagsins eiga leikmenn liðsnis ekki að standa í slíkum aðgerðum á meðan þeir eru í vinnunni og geta þeir aðeins skreytt líkama sinn á meðan þeir eru í sumarfríi.
Þjálfarateymi Bremen vill að leikmenn liðsins einbeiti sér að fótboltanum á næstu leiktíð og taki ekki þá áhættu að að missa af æfingum og jafnvel leikjum vegna húðflúra.
Eljero Elia, 24 ára gamall framherji hjá Hamborg, missti af nokkrum leikjum liðsins á síðustu leiktíð vegna sýkingar sem hann fékk í nýtt húðflúr. Forráðamenn Bremen vilja ekki lenda í slíkum hremmingum og hafa bannað allar slíkar kúnstir á meðan keppnistímabilið stendur yfir.
Leikmenn mega ekki fá sér húðflúr á keppnistímabilinu
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
