Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er kominn í nýja nefnd innan UEFA en Framkvæmdastjórn UEFA hefur skipað í nefndir fyrir árin 2011 - 2013.
Geir var í dómaranefnd UEFA en hefur nú verið skipaður annar varaformaður í nefnd UEFA um mót landsliða sem m.a. sér um skipulagningu á EM landsliða.
KSÍ á alls fjóra fulltrúa í nefndum UEFA á vegum KSÍ. Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ, er í nefnd um kvennaknattspyrnu, Lúðvík Georgsson, stjórnarmaður KSÍ, er í Leyfisnefnd UEFA og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, er í Fjölmiðlanefnd UEFA.
Geir kominn í nýja nefnd hjá UEFA
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn