Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr BH sigraði í flokki stúlkna 14 ára og yngri á móti í Værlöse í Danmörku í gær. Úrslitaleikurinn var alíslenskur því Hjördís lagði Önnu Soffiu Grönholm úr TFK í úrslitum 6:2 og 7:5. Hinrik Helgason úr TFK komst í úrslit í flokki 16 ára og yngri en beið lægri hlut.
Fleiri íslenskir keppendur náðu góðum árangri í mótinu. Kjartan Pálsson úr TFK komst í undanúrslit í flokki 16 ára og yngri auk þess sem Ástmundur Kolbeinsson úr Víkingi komst í úrslit í flokki 18 ára og yngri.
Tuttugu íslenskir tenniskrakkar eru um þessar mundir við mót og æfingar í Danmörku. Hluti hópsins keppti á mótinu í Værlöse. Mótið í Værlöse er hið fyrsta sem keppt er á en í næstu viku verður keppt bæði í Köge og Espergærde.
Íslenskir tenniskrakkar standa sig vel í Danmörku
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn
