Alonso býst við mistökum toppökumanna í dag 24. júlí 2011 10:02 Fernando Alonso hjá Ferrari lætur móðan mása í Þýskalandi. AP mynd: Jens Meyers Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Fernando Alonso vann síðustu keppni, sem var á Silverstone með Ferrari liðinu og telur að meiri pressa sé orðinn á ökumönnum Red Bull, þar sem bæði Ferrari og McLaren liðin séu með öflugri bíla en áður. Mark Webber á Red Bull er fremstur á ráslínu í dag, en Lewis Hamilton á McLaren er honum næstur, þá koma Sebastian Vettel á Red Bull og Alonso. „Þetta var ekki auðvelt þegar þeir voru einni sekúndu á undan öllum, en núna er þeir 0.2 sekúndum á undan og þá eru menn ekki með sama sjálfstraust. Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir kappaksturinn með sama hugarfari og hvernig á leggja upp keppnisáætlunina", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag um aukna samkeppni í Formúlu 1. Alonso vill meina meiri hætta sé á mistökum hjá Red Bull eins og hafi sýnt sig í Mónakó og á Silverstone mótinu og liðið hafi ekki sömu yfirburði og áður. Um mótið í dag sagði Alonso: „Við sjáum hvernig veðrið þróast og hve snöggir við erum í bleytu. Það er ekki auðvelt að sigra, en við verðum að vera fljótastir í einhverjum hluta mótsins til að eiga möguleika. Red Bull og McLaren bílarnir voru nærri hvor öðrum í tímatökunni og við verðum að stíga fram í keppninni. Ef rignir þá held ég að einhver af fremstu þremur á ráslínunni ljúki ekki keppninni. Aðstæður verða það vandasamanr. Verðlaunapallurinn er því í augnsýn", sagði Alonso. Brautarlýsing og tölfræði um mótið í dag er á kappakstur.is Formúla Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Fernando Alonso vann síðustu keppni, sem var á Silverstone með Ferrari liðinu og telur að meiri pressa sé orðinn á ökumönnum Red Bull, þar sem bæði Ferrari og McLaren liðin séu með öflugri bíla en áður. Mark Webber á Red Bull er fremstur á ráslínu í dag, en Lewis Hamilton á McLaren er honum næstur, þá koma Sebastian Vettel á Red Bull og Alonso. „Þetta var ekki auðvelt þegar þeir voru einni sekúndu á undan öllum, en núna er þeir 0.2 sekúndum á undan og þá eru menn ekki með sama sjálfstraust. Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir kappaksturinn með sama hugarfari og hvernig á leggja upp keppnisáætlunina", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag um aukna samkeppni í Formúlu 1. Alonso vill meina meiri hætta sé á mistökum hjá Red Bull eins og hafi sýnt sig í Mónakó og á Silverstone mótinu og liðið hafi ekki sömu yfirburði og áður. Um mótið í dag sagði Alonso: „Við sjáum hvernig veðrið þróast og hve snöggir við erum í bleytu. Það er ekki auðvelt að sigra, en við verðum að vera fljótastir í einhverjum hluta mótsins til að eiga möguleika. Red Bull og McLaren bílarnir voru nærri hvor öðrum í tímatökunni og við verðum að stíga fram í keppninni. Ef rignir þá held ég að einhver af fremstu þremur á ráslínunni ljúki ekki keppninni. Aðstæður verða það vandasamanr. Verðlaunapallurinn er því í augnsýn", sagði Alonso. Brautarlýsing og tölfræði um mótið í dag er á kappakstur.is
Formúla Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira