Geir: Þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 20:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill. „Við megum vel við una með þau lið sem lentu með okkur í riðli. Ég sá það á staðnum að Norðmenn voru mjög ánægðir með þau lið sem þeir fengu komandi úr efsta styrkleikaflokki. Við þurfum að fara að vinna leiki og þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við. Við þurfum samt fyrst og fremst að bæta leik okkar liðs," sagði Geir en Guðjón spurði Geir síðan hvort þessi lið í okkar riðli væru söluvænleg. „Stærsti hluti okkar tekna kemur í gegnum sjónvarpssamninga og við vorum búnir að ganga frá þeim samningum fyrir þennan drátt. Hefðum við ekki gert það þá hefði ég verið í erfiðum málum," sagði Geir en hann vildi ekki gefa neitt út um framtíð Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. „Ólafur mun klára sinn samning en við munum síðan taka upp þau mál á næstu mánuðum. Ólafur er í starfi hjá okkur og það eru krefjandi verkefni framundan. Við styðjum hann eindregið í þeim," sagði Geir. „Það er alveg ljóst að síðustu tvær undankeppnir hafa ekki gengið nógu vel. Við höfum verið að eiga við erfiða mótherja en við þurfum að gera betur og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Geir. „Við getum gert betur og ég horfi fyrst og fremst til þess að við eigum mjög efnilega sveit ungra knattspyrnumanna sem eru að koma upp. Það hefur vakið mikla athygli og margir hafa komið að máli við mig og lýst aðdáun sinni á leik íslenska liðsins í undir 21 árs keppninni. Ég held að sá efniviður muni styrkja landslið Íslands í framtíðinni," sagði Geir. Ólafur Jóhannesson var ekki viðstaddur dráttinn í Ríó í gær en Geir segir að engin skilaboð felist í því. „Þessi keppni hefst eftir eitt ár og það var engin þjálfari á staðnum hjá þeim liðum sem við lentum með í riðli," sagði Geir. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill. „Við megum vel við una með þau lið sem lentu með okkur í riðli. Ég sá það á staðnum að Norðmenn voru mjög ánægðir með þau lið sem þeir fengu komandi úr efsta styrkleikaflokki. Við þurfum að fara að vinna leiki og þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við. Við þurfum samt fyrst og fremst að bæta leik okkar liðs," sagði Geir en Guðjón spurði Geir síðan hvort þessi lið í okkar riðli væru söluvænleg. „Stærsti hluti okkar tekna kemur í gegnum sjónvarpssamninga og við vorum búnir að ganga frá þeim samningum fyrir þennan drátt. Hefðum við ekki gert það þá hefði ég verið í erfiðum málum," sagði Geir en hann vildi ekki gefa neitt út um framtíð Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. „Ólafur mun klára sinn samning en við munum síðan taka upp þau mál á næstu mánuðum. Ólafur er í starfi hjá okkur og það eru krefjandi verkefni framundan. Við styðjum hann eindregið í þeim," sagði Geir. „Það er alveg ljóst að síðustu tvær undankeppnir hafa ekki gengið nógu vel. Við höfum verið að eiga við erfiða mótherja en við þurfum að gera betur og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Geir. „Við getum gert betur og ég horfi fyrst og fremst til þess að við eigum mjög efnilega sveit ungra knattspyrnumanna sem eru að koma upp. Það hefur vakið mikla athygli og margir hafa komið að máli við mig og lýst aðdáun sinni á leik íslenska liðsins í undir 21 árs keppninni. Ég held að sá efniviður muni styrkja landslið Íslands í framtíðinni," sagði Geir. Ólafur Jóhannesson var ekki viðstaddur dráttinn í Ríó í gær en Geir segir að engin skilaboð felist í því. „Þessi keppni hefst eftir eitt ár og það var engin þjálfari á staðnum hjá þeim liðum sem við lentum með í riðli," sagði Geir.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira