Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 13:56 Jenson Button og Sebastian Vettel. Mynd/AP Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32 Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira