Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 13:56 Jenson Button og Sebastian Vettel. Mynd/AP Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32 Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira