Vettel fullur sjálfstrausts á ný 30. júlí 2011 16:27 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton takast í hendur eftir tímatökuna í dag. AP mynd: Thanassis Stavrakis Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. „Þetta var góð tímataka hjá okkur. McLaren bílarnir voru mjög fljótir, þannig að við fórum rétta leið og mér leið miklu betur í morgun. Tímatakan gekk upp og ég er ánægður með árangurinn", sagði Vettel, en í gær náði Hamilton besta tíma á báðum æfingum. Þjónustumenn Vettels unnu í bíl hans í nótt, þar sem hann var ekki ánægður með gang mála og gerðu endurbætur á bílnum. „Við breyttum í nótt og strákarnir eiga þakkir skildar fyrir erfiðisvinnu og þeir sváfu ekki mikið og árangurinn er því ánægjulegur fyrir þá. Ég er þakklátur og er kominn með sjálfstraustið aftur og líður miklu betur í bílnum og hlakka til mótsins", sagði Vettel. Bein útsending í opinni dagskrá er frá mótinu í Ungverjalandi kl. 11.40 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing og tölfræði er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. „Þetta var góð tímataka hjá okkur. McLaren bílarnir voru mjög fljótir, þannig að við fórum rétta leið og mér leið miklu betur í morgun. Tímatakan gekk upp og ég er ánægður með árangurinn", sagði Vettel, en í gær náði Hamilton besta tíma á báðum æfingum. Þjónustumenn Vettels unnu í bíl hans í nótt, þar sem hann var ekki ánægður með gang mála og gerðu endurbætur á bílnum. „Við breyttum í nótt og strákarnir eiga þakkir skildar fyrir erfiðisvinnu og þeir sváfu ekki mikið og árangurinn er því ánægjulegur fyrir þá. Ég er þakklátur og er kominn með sjálfstraustið aftur og líður miklu betur í bílnum og hlakka til mótsins", sagði Vettel. Bein útsending í opinni dagskrá er frá mótinu í Ungverjalandi kl. 11.40 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing og tölfræði er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira