Áttfaldi Ólympíumeistarinn í sundi, Michael Phelps, landaði sínum þriðju gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í Kína þegar hann kom fyrstur í mark í 100 metra flugsundi. Hann vann einnig 200 metra flugsundið og hann var í bandarísku boðsundssveitinni sem vann 4x200 metra skriðsundið.
Phelps kom í mark á 50,71 sekúndum en hann varð annar í tveimur keppnigreinum og þriðji í einni. Alls er hann því með sex verðlaun á þessu heimsmeistaramóti.
Pólverjinn Konrad Czerniak varð annar á 51,15 sekúndum og Tyler McGill frá Bandaríkjunum varð þriðji á 51,26 sek.
