Andrés Már Jóhannesson hefur byrjað vel með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni en liðið vann 4-1 útisigur á Start í kvöld. Haugesund keypti Andrés frá Fylki á dögunum og hann fór beint inn í byrjunarlið liðsins með góðum árangri.
Andrés var í hægri bakverðinum í kvöld, lék allan leikinn og fékk gult spjald í öruggum sigri á botnliðinu. Alexander Søderlund, fyrrum leikmaður FH, skoraði þrennu í leiknum en öll mörk Haugesund komu á 13 mínútna kafla í fyrri hálfleik.
Haugesund hefur unnið stórsigra í tveimur fyrstu leikjum Andrésar, fyrst 4-0 heimasigur á Sogndal og svo 4-1 útisigur í kvöld. Haugesund er í 6. sæti deildarinnar.
Aftur stórsigur hjá Andrési Má og félögum í Haugesund
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

