Ari Freyr Skúlason skoraði sannkallað draumamark þegar að lið hans, Sundsvall, vann 4-0 sigur á Falkenberg í sænsku B-deildinni í vikunni.
Ari Freyr skoraði markið með föstu skoti utan vítateigs, í slánna og inn fyrir marklínuna. Upptöku af markinu má sjá hér.
Sundsvall er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig eftir átján leiki. Åtvidaberg er á toppnum með 35 stig en Ängelholm í því öðru með 33.
