Eyjólfur Hérðinsson skoraði eitt mark er lið hans, SönderjyskE, vann 3-1 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Hallgrímur Jónasson lagði upp mark Eyjólfs.
Eyjólfur og Hallgrímur léku allan leikinn fyrir SönderjyskE en Arnar Darri Pétursson var á bekknum.
Aron Jóhannsson lék allan leikinn fyrir AGF í fremstu víglínu en náði ekki að skora.
SönderjyskE er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig, rétt eins og þrjú efstu liðin sem eiga öll leik til góða. AGF er í sjöunda sætinu með fjögur stig.
