Hoffenheim fer ekki vel af stað í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í dag fyrir Hannover á útivelli, 2-1, í fyrstu umferð deildarinnar.
Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Hoffenheim vegna meiðsla en talsvert er um meiðsli í herbúðum félagsins þessa stundina.
Jan Schlaudraff og Moa skoruðu mörk Hannover en Sejad Salihovic fyrir Hoffenheim úr vístpyrnu. Öll mörkin komu á fyrstu 30 mínútunum. Ryan Babel, fyrrum leikmaður Liverpool, var í byrjunarliði Hoffenheim en var tekinn af velli á 63. mínútu.
Schalke átti skelfilega leiktíð í fyrra og tapaði í dag fyrir Stuttgart, 3-0, á útivelli. Meistararnir Dortmund hófu titilvörnina með 3-1 sigri á Hamburg í gærkvöldi. Wolfsburg fór vel af stað með 3-0 sigri á Köln á útivelli.
Stórlið Bayern München á ekki að spila fyrr en á morgun en þá mætir liðið Gladbach á heimavelli.
Úrslit dagsins:
Stuttgart - Schalke 3-0
Augsburg - Freiburg 2-2
Bremen - Kaiserslautern 2-0
Hannover - Hoffenheim 2-1
Köln - Wolfsburg 0-3
