Miðjumaðurinn Stefán Gíslason er hættur hjá norska knattspyrnufélaginu Lilleström. Á heimasíðu Lilleström kemur fram að Stefán hafi undir höndum tilboð frá félagsliði í Evrópu.
„Þetta hefur verið fínn tími hér á Åråsen. Mér hefur liðið afar vel og þakka félaginu og öllum í kringum það fyrir það sem þeir hafa gert fyrir mig," segir Stefán í viðtali við heimasíðu Lilleström.
Ekki er vitað hvert hugur Stefáns stefnir en Torgeir Bjarmann, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström, segir Stefán hafa gott tilboð í höndunum frá evrópsku félagsliði.
Stefán á að baki 32 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í vináttuleik gegn Georgíu haustið 2009.
Stefán Gíslason hættur hjá Lilleström
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn


Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
