Ásdís: Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Innlendar Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Innlendar Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira