Ragnheiður safnar fyrir sundinu með fyrirsætustörfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 08:00 Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum. Innlendar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sjá meira
Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum.
Innlendar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sjá meira