Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli lagði Svía að velli 3-1.
Fyrri viðureign dagsins fór fram á Akureyrarvelli þar sem Ísland1 lagði Svía að velli 3-1. Svíar komust yfir snemma leiks en mörk frá Blikunum Gunnlaugi Hlyni Birgissyni og Alexander Helga Sigurðarsyni komu Íslandi yfir. Það var svo Fylkismaðurinn Emil Ásmundsson sem skoraði síðasta mark leiksins.
Ísland1 mætir Færeyingum á morgun á Sauðárkróksvelli klukkan 14.
Í síðari viðureigninni á Þórsvelli gerðu Ísland2 og Norðmenn jafntefli 2-2. Hjörtur Hermannsson úr Fylki skoraði fyrra mark Íslands og Oliver Sigurjónsson Bliki jafnaði metin í 2-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Norðmenn höfðu þó betur í vítaspyrnukeppni 5-4.
Ísland2 mætir Finnum á morgun á Ólafsfjarðarvelli klukkan 16.
Nánari upplýsingar um mótið á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands, www.ksi.is.
Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



