Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti 2. ágúst 2011 08:09 Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna í Formúlu 1. AP mynd Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira