Edda Garðarsdóttir gerði sér lítið fyrir og leysti Maríu Björgu Ágústsdóttur af í marki Örebro í leik liðsins gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
María Björg meiddist strax á nítjándu mínútu leiksins og þar sem að Örebro var ekki með varamarkvörð var ákveðið að Edda skyldi klæða sig í hanskana í hennar fjarveru.
Skemmst er frá því að segja að þær María Björg og Edda héldu marki Örebro hreinu allan leikinn. Örebro vann á endanum 2-0 sigur.
Örebro er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig.
Edda fór í markið fyrir Maríu Björgu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
