Novak Djokovic og Serena Williams tryggðu sér sigur í Rogers-bikarnum í tennis í Montreal í gær. Williams er að koma til baka eftir veikindi og meiðsli en Djokovic hefur verið á nær sannfelldri sigurbraut á þessu ári.
Novak Djokovic vann Bandaríkjamanninn Mardy Fish í úrslitaleiknum, 6-2, 3-6 og 6-4, en þetta er fimmta Heimsbikarmótið sem hann vinnur á árinu. Hann er sá fyrsti sem nær því en Djokovic er búinn að vinna 53 af 54 leikjum sínum á árinu 2011. Eina tapið kom á móti Roger Federer í undanúrslitum opna franska meistaramótsins.
„Ég get fullvissað ykkur um að ég er mennskur. Ég er bara búin að spila ótrúlega vel á þessu ári," sagði hinn 24 ára gamli Novak Djokovic.
Serena Williams er öll að koma til en mikil fjarvera hennar þýddi að hún var komin alla leið niður í 80. sæti á heimslistanum. Williams vann auðveldan 6-4 og 6-2 sigur á Samantha Stosur í úrslitaleiknum. Serena vann þar með sitt annað mót í röð og mun væntanlega hoppa upp í 31. sæti á heimslistanum.
