Pálmi Rafn Pálmason fór á kostum í liði Stabæk sem vann 2-0 sigur á Strömsgodset í norska boltanum. Pálmi skoraði annað markið og Bjarni Ólafur Eiríksson hitt.
Bjarni Ólafur kom Stabæk yfir á 7. mínútu og Pálmi Rafn kom Stabæk í 2-0 á 50. mínútu. Í viðbótartíma sá Gilles Mbang Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur, rautt spjald fyrir að sparka til mótherja.
Pálmi Rafn átti stórleik í liði Stabæk. Hann átti stórkostlega bakfallsspyrnu í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik skaut hann í slá. Hann kórónaði frábæran leik með glæsilegu marki.
Með sigrinum komst Stabæk upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið var stigi á eftir Strömsgodset fyrir leik dagsins.
Helstu svipmyndir úr leiknum má sjá með því að smella hér.
Bjarni og Pálmi tryggðu Stabæk sigur - Ondo sá rautt
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

