Hoffenheim gerði sér lítið fyrir og sigraði Þýskalandsmeistara, Borussia Dortmund, 1-0 en sigurmarkið kom eftir tíu mínútna leik þegar Sejad Salihović skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu.
Mark Sejad Salihović má sjá hér að ofan.
Hollendingurinn, Klaas-Jan Huntelaar, skoraði þrennu fyrir Schalke sem vann auðveldan sigur gegn Köln 5-1.
Bayern München vann Wolfsburg, 1-0, en sigurmarkið kom í uppbótartíma þegar Sejad Salihović skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bæjara.
Mainz sigraði Freiburg 2-1 og Hannover unnu Nürnberg með sömu markatölu.
Hamburger SV og Hertha Berlin gerðu 2-2 jafntefli en Hertha Berlin jafnaði metin aðeins tveim mínútum fyrir leikslok.
Mainz og Hannover eru einu liðin sem hafa unnið báða sína leiki á tímabilinu og eru því með fullt hús stiga.
