Það var mikið systra-einvígi í kúluvarpi kvenna á Bikarkeppni FRÍ á Kópavogsvellinum í kvöld. Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk þá óvænta keppni frá eldri systur sinni Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttir sem skipti nýverið úr körfubolta yfir í Kraftlyftingar.
Helga Margrét sem er 20 ára keppti fyrir sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns en Guðrún Gróa sem er 22 ára náði í mikilvæg stig fyrir FH-inga.
Guðrún Gróa kastaði 12,61 metra í öðru kasti sínu og náði þar með forystu í kúluvarpskeppninni. Helga Margrét náði hinsvegar að tryggja sér sigurinn með því að kasta 12,76 metra í sínu fimmta og næstsíðasta kasti.
Guðrún Gróa nálægt því að vinna systur sína í kúluvarpi í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
