Þýska félagið Hoffenheim hefur samþykkt að lána argentínska miðjumanninn Franco Zuculini til spænska liðsins Real Zaragoza á þessu tímabili. Zuculini er 20 ára gamall og einu ári yngri en Gylfi Þór Sigurðsson sem var að berjast við hann um stöðu á miðju Hoffenheim.
Hoffenheim keypti Franco Zuculini á 4,7 milljónir evra frá Racing Club Avellaneda árið 2009 en hann hefur síðan aðeins leikið 7 deildarleiki með aðalliðinu. Zuculini var lánaður til bæði ítalska liðsins Genoa og Racing Club á síðustu leiktíð en hann á að baki einn landsleik fyrir Argentínu þegar Diego Maradona var með liðið.
Real Zaragoza hefur verið afkastamikið á félagsskiptamarkaðnum í sumar því Zuculini er sjöundi leikmaðurinn sem bætist við leikmannahópinn hjá Zaragoza sem hefur verið að glíma við fjárhagsvandræði.
Félagi Gylfa Þórs hjá Hoffenheim lánaður til Spánar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti




Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti