Niðurlæging í Búdapest Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2011 16:48 Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2 Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira