Hallgrímur Jónasson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, og Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari staðfesti þetta í samtali við Vísi.
Ólafur valdi í síðustu viku 23 manna hóp fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni Evrópumótsins 2012. Tíðindin benda til þess að einhverjir leikmenn Íslands gangi ekki heilir til skógar. Meðal leikmanna sem hafa glímt við meiðsli undanfarið er Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Hoffenheim.
Hallgrímur, sem er um þessar mundir í láni hjá SönderjyskE í Danmörku, er varnarmaður sem bendir til þess að einhver af miðvörðum Íslands eigi ekki heimangengt í leikina. Hermann Hreiðarsson spilaði ekki með Portsmouth í Championship-deildinni um helgina.
Ísland mætir Noregi á Ullevaal-vellinum í Osló á föstudagskvöld og Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn eftir viku.
Hallgrímur og Steinþór Freyr kallaðir inn í landsliðið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Bradley Beal til Clippers
Körfubolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti

Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti





Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti