Vettel sæll og glaður með sjöunda sigurinn 28. ágúst 2011 20:10 Liðsmenn Red Bull fagna tvöföldum sigri í dag. á Spa brautinni í Belgíu. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji. Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira