Sport

Fyrstu gullverðlaun Bandaríkjanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Reese fagnar sigri sínum í morgun.
Reese fagnar sigri sínum í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Brittney Reese vann til gullverðlauna í langstökki kvenna á HM í frjálsíþróttum í morgun en hún stökk þá 6,82 metra.

Gullstökkið kom strax í fyrstu umferð og dugði það til sigurs. Önnur varð Olga Kucherenko frá Rússlandi með stökk upp á 6,77 metra.

Ineta Radevica frá Lettlandi varð svo þriðja á 6,76 metrum sem er besta stökk hennar á árinu.

Keppendur voru þó langt frá heimsmetinu í greininni en það er 7,52 metrar og var sett árið 1988 af Galinu Chistyakova frá Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×